Við gerum ársreikninga fyrir rekstraraðila, samkvæmt lögum og viðurkenndum stöðlum um ársreikninga. Við vinnum skattframtöl fyrir rekstraraðila og skilum rafrænt til skattayfirvalda ásamt öllum tilheyrandi fylgiskjölum og skilagreinum. Viið leggjum ofuráherslu á að að skila gögnum ævinlega inn á réttum tíma til að forðast vandræði og kostnað. Þóknun okkar er umtalsvert lægri en hjá löggiltum endurskoðendum og í flestum tilfellum lægri en hjá öðrum bókhaldsstofum. Við vinnum líka skattframtöl fyrir einstaklinga og skilum rafrænt. Höfum boðið þá þjónustu á afar lágu gjaldi undanfarin ár. Enda eru slík skil orðin umtalsvert einfaldari nú þar sem upplýsingar eru í flestum tilfellum að miklu leiti forprentaðar á framtöl. Við sjáum um skatta kærur og öll samskipti við skattayfirvöld.