Gaius bókhaldsþjónusta hefur verið starfrækt frá árinu 2006 og býður heildarlausnir á sviði fjármála og  bókhalds  fyrir einstaklinga og lögaðila. Gaius er lítil stofa með persónulegri og faglegri þjónustu þar sem mið er tekið af ólíkum þörfum viðskiptavina. Meðal viðskiptavina félagsins eru allt frá einstaklingum, húsfélögum og litlum og millistórum fyrirtækjum upp í stærri alþjóðleg fyrirtæki. Fastur starfsmaður er Jón Jóhannesson auk þess eru lausráðnir starfsmenn í skammtímaverkefnum eftir þörfum. Jón er með próf frá Bifröst og viðurkenningar próf sem bókari frá Háskólanum í Reykjavík Að auki hefur hann sótt fjölmörg námskeið á ýmsum sviðum. Hefur unnið sjálfstætt við bókhald í yfir 25 ár. Gaius er með skrifstofu í Síðumúla 31 á þriðju hæð. Opið er frá 9-17. Aðgengi er gott og næg bílastæði. Og það er alltaf heitt á könnunni.