Um Gaius

 
 
Jón Jóhannesson viðurkenndur bókari

Gaius bókhaldsþjónusta ehf er lítil stofa með stórt hjarta. Þjónustan er persónuleg og sniðin að ólíkum þörfum viðskiptavina. Viðskiptavinir okkar eru bæði innlendir og erlendir, sumir smáir en aðrir nokkuð stórir um sig. Gaius hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Eigandi og fastur starfsmaður er Jón Jóhannesson auk þess eru lausráðnir starfsmenn í verkefnum eftir þörfum. Jón er með viðskiptapróf frá Samvinnuskólnum og viðurkenningar próf sem bókari frá Háskólanum í Reykjavík Að auki hefur hann sótt fjölmörg gagnleg námskeið í gegnum tíðina og viðað að sér einhverrri visku. Hann hefur unnið sjálfstætt við bókhald í yfir 25 ár. Gaius er með skrifstofu í Síðumúla 25 á þriðju hæð. Að öllu jöfnu er opið frá 9-17 alla virka daga. Aðgengi er gott og næg bílastæði og það er alltaf rjúkandi heitt á könnunni.

Varðandi nafn félagsins, þá er það komið komið frá hinum rómverska Gaius Julius Caesar. Hvernig það tengist rekstri bókhaldsstofu er reyndar óljóst.

 

“Við leggjum áherslu á að virða ævinlega tímamörk. Við erum vel meðvituð um hversu dýrt það getur verið  að fara yfir á tíma. Þjónusta okkar byggir á fagmennsku og trúnaði.”