Þjónustan okkar

 

Bókhaldsvinnsla og virðisaukaskattsskil

Við færum bókhald í mismunandi bókhaldskerfum. Eftir færslu eru bankareikningar og aðrir liðir stemmdir af og virðisaukaskattur reiknaður út. Virðisaukaskattsskýrslum er skilað inn á réttum tíma svo framalega sem viðskiptavinir skila gögnum tímanlega til okkar. Við sendum út áminningar þegar nálgast gjalddaga.

 

Ársreikningar og skattframtöl fyrir félög

Ársreikningar fyrir rekstraraðila eru unnir samkvæmt lögum og viðurkenndum stöðlum. Skattframtölum skilað rafrænt til yfirvalda og áhersla lögð á að skila innan tímafresta til að komast hjá íþyngjandi sektum.

Launavinnsla

Laun eru reiknuð út mánaðarlega, launaseðlar gerðir og skilagreinum skilað rafrænt til innheimtuaðila.

 

Skattframtöl einstaklinga

Skattframtölum einstaklinga, með eða án reksturs, er skilað rafrænt til yfirvalda. Þrátt fyrir að skattskil einstaklinga séu orðin mun einfaldari en áður var, þar sem upplýsingar eru forprentaðar á framtölin, þá getur borgað sig að láta fagmann fara yfir framtalið. Oft sést leikmönnum yfir frádráttarliði sem eru í boði.

Rekstrarráðgjöf og áætlanagerð

Við höfum víðtæka reynslu í rekstrarráðgjöf og áætlanagerð og erum með öflug tól til að vinna slíkar áætlanir.

Reikningagerð og innheimta

Reikningar eru skrifaðir út fyrir þá sem það kjósa og þeim komið í innheimtuferli.

 

 Kærur og samskipti við yfirvöld

Ef ágreiningur kemur upp sjáum við um kærur og samskipti við yfirvöld. Einnig sjáum við um upplýsingagjöf við stofnanir og ráðleggjum.

Stofnun félaga og skráning

Við aðstoðum við að stofna og skrá ný fyrirtæki og gera breytingar á skráningu. Skráum rekstraraðila á launa og virðisaukaskrá. Ráðleggjum við varðandi rekstrarform.